Reiðhjól og gangstéttir....

"Hjólreiðamönnum ber að sýna annarri umferð fulla tillitssemi og hleypa hraðskreiðari umferð framúr, þegar það er óhætt. Ennfremur að virða forgangsrétt gangandi vegfarenda á gangstéttum og á blönduðum útivistarstígum, að því er segir í ályktun Umferðarráðs."

Það er stórhættulegt að blanda saman gangandi umferð, rúlluskauta og hjólreiðar. Oftar enn ekki

eru gangandi vegfarendur sem er ætlað að vera öðrum megin á útivistarstígum borgarinnar á

röngum vegarhelming, því miður. Þetta skapar stórhættu.

Það er sem betur fer kominn vísir að tvískiptingu þ.e.a.s. hjólreiðar og gangandi á sér stígum.

Þrátt fyrir að búið sé að leggja sér hjólreiðarstíg að þá sér maður gangandi vegfarendur ganga þar

um og svo hjólreiðarfólk hjóla á stígum ætluðum göngufólki.

PS.

Það skal sérstaklega veita því athygli að það er hvergi nefnt í þessari grein að gangandi

vegfarendur skuli virða rétt hjólreiðamanna.

Bendi hér á grein hjá Landssamtökum hjólreiðamanna sem allir ættu að lesa.


mbl.is Mikil fjölgun bifhjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Takk fyrir þessa athugasemd, Pétur. Flott að benda á efni LHM umhjólreiðabrautir og önnur mál er varða aðgengi og öryggi hjólreiðamanna.

Eftir að athugasemdin/greinin var skrifuð, hefur svo bæst við nýja lausn í flórunni, sem eru Hjólavísarnir.  Nýlega birtist grein eftir Árna Davíðssyni  í Morgunblaðinu um þá, auk þess sem um þá hefur verið fjallað á vefjum LHM og fjallahjólaklúbbsins og í blaði fjallahjólaklúbbsins, Hjólhestinum.  Reyndar var líka frétt um Hjólavísa á Stöð 2 á sunnudag, sem reyndar bara sú villandi fyrirsögn að hjólreiðamenn hefðu öðlast aukin rétt á þessum tilteknum götum.

Morten Lange, 19.5.2009 kl. 10:10

2 Smámynd: Morten Lange

Að gangandi þurfa að virða rétt hjólreiðamanna, er ágætis punktur, en spurning hvort hinn lagalegi skyldi sé jafn skýr enn sem komið er. Auk þess eru enn mjög fáir stígar sérstaklega fyrir hjólreiðar.  ( Ekki viss um hvort þeir geta borið nafnbótinn hjólreiðabraut )

Morten Lange, 19.5.2009 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pétur Hafsteinn Stefánsson

Höfundur

Pétur Hafsteinn Stefánsson
Pétur Hafsteinn Stefánsson
Er áhugamaður um að rita um málefni líðandi stundar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband