Hver stendur í vegi fyrir þessa rannsókn?

Ég er alveg sammála henni þetta er nefnilega módel hvernig á að svikja og stela peningum af sínum eigin löndum. Hver er það sem stendur í vegi fyrir henni og þessa rannsókn? Nú verður samstaða okkar íslendinga að virka. Flykkjumst að henni og aðstoðum hana í þessu grundvallarmáli okkar íslendinga að uppræta þessa spillingu og finna þessa einstaklinga og peninga. Fyrr fáum ekki ró í okkar sálarlífi.

 


mbl.is Ein mikilvægasta rannsóknin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Sammála.

Fyrri ríkisstjórn stóð auðsjáanlega á bremsunni, en nú er það þessi stjórn. Hvernig getum við samþykkt að borga Icesafe ef stjórnin ætlar ekkert að gera í því að koma glæpamönnunum undir lás og slá og endurheimta það sem hægt er af peningunum.

Það er forgangsverkefni sem pólitíkusar (undirtyllur fjárglæframananna sem stálu peningunum) hafa  hundsað frá byrjun.

Þeir réðu eingöngu Evu út af þrýstingi frá almenningi, en eru auðsjáanlega að reyna að losna við hana. Og hafa hundsað alla almenna skynsemi að ráða fleiri erlenda rannsakendur og veita þeim fjárstuðningi í rannsóknina sem er vænlegust til að skila árangri. Eins og hún og fleiri bentu á.

Landráðapakk í mínum augum!

Arnór Valdimarsson, 10.6.2009 kl. 21:12

2 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Baugsflokkur Samfylkingarmanna þar sem fyrrum stjórnarmenn Glitnis eiga mága sem eru ráðherrar eða yfir efnahags og skattanefnd.

Hjalti Sigurðarson, 10.6.2009 kl. 21:14

3 Smámynd: Atli Hermannsson.

Það var glæsilegt hjá henni að fara beint í Kastljósið með umkvartanirnar. Þá fór hún hreint á kostum í viðtalinu... og þá kom berlega í ljós að hún lætur ekki bjóða sér íslenskan moðreyk  

Atli Hermannsson., 10.6.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ekki er ég sammála. Hvað græðum við á að setja 543.090.000 kr. í rannsókn annað en að ná okkur niður á einhverjum vitleysingum. Meina er ekki verið að skera á allt núna, skólastarf, barnafjölskyldur og hækka öll útgjöld og svo ætlast hún til að við skellum einhverjum hundruð milljónum í hennar starf. Einhvers staðar las ég líka að árslaunin hennar nemi einhverjum tugmilljónum svo hún er á svokölluðum ofurlaunum, það kalla ég hræsni.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.6.2009 kl. 21:23

5 Smámynd: Benedikta E

Sammála !

Það eru einhverjir háttsettir hræddir við hana.......

Á Austurvöll með málið - Á morgun.......

Eva Joly er hér fyrir Íslenskuþjóðina.....

Sameinuð stöndum vér!

Benedikta E, 10.6.2009 kl. 21:24

6 Smámynd: Helga

Nanna!  Hér er nefnilega ekki spurning um "hvað græðum við peningalega"....   Þetta er spurning um að upphefja réttlætið og réttlætiskennd þjóðarinnar..... Sálarfriðinn!!  Sem þjóðin á skilið að fara að fá til þes að geta haldið áfram í þessu þjóðfélagi án þess að vera með upp fyrir kok af öllu ógeðinu sem hefur verið í gangi....  Spillingunni linnir ekki nema við sýnum í eitt skipti fyrir öll að við séum burðug til að uppræta hana....  Eða viljum við kannski hafa spillinguna áfram af því  að uppræting hennar kostar 543.090.000.....   ???  Hvað heldur þú að kostnaður á skóla, barnafjölskyldur og fleira hækki mikið í framtíðinni ef lítlir auðhringar mega halda áfram að maka krókinn hér á okkar kostnað?

Helga , 10.6.2009 kl. 21:31

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Well auðvita snýst þetta um að reyna snúa dæminu við og missa sig ekki fókusinn í hefndarþorsta á hvaða kostnað sem er. Það er hræðilegt að vita hvernig staða þjóðarinnar er í dag. Að þessi penningur gæti breytt lífi margra barna til batnaðar.

Auðvita er sjálfsagt á tímum sem þessum að spyrja hvað græðum við og eiginlega nauðsynlegt og löngu tímabært.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.6.2009 kl. 21:43

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nanna. Peningar breyta ekki til batnaðar ef ekki verður unnið með óréttlætið. það er "maður reddar ekki með að pissa í skóinn". Við verðum að leggja eitthvað á okkur til að börn okkar og barnabörn þurfi ekki seinna að borga fyrir auðveldu lausnirnar fyrir okkur.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.6.2009 kl. 21:54

9 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Well?

Jóhannes Ragnarsson, 10.6.2009 kl. 21:57

10 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Anna ég er ekki að segja að við þurfum ekki að rannsaka þetta en að missa okkur í eyðslu að rannsaka hver eyddi mestu er kaldhæðni.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.6.2009 kl. 21:58

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nanna. Heldur þú að við fáum rannsóknina ókeipis. Gömlu gildin voru þau að fyrir gæði þarf að borga. Hef ég kanski rangt fyrir mér?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.6.2009 kl. 22:25

12 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nei alls ekki ókeypis hún hafði áætlaða penninga í þetta þegar hún tók þetta að sér, nú vill hún hækka ekki satt?

Hvað meinaru með gömlu?

Mér finnst líka skrýtið að 3 dögum eftir að hún kosin fyrir hönd síns flokks í evrópusambandið kemur hún með þessa yfirlýsingu.

On 10th of June 2009, she was a guest at a popular talk show in Iceland - and implied that she would quit being an advisor to the Icelandic government if they did not do more to help the investigation. [3] [4]

On 7th June 2009, she was elected as a French member of the European Parliament on the Ile de France "Europe Écologie" list, on which she was 2nd to Daniel Cohn-Bendit.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 10.6.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Pétur Hafsteinn Stefánsson

Höfundur

Pétur Hafsteinn Stefánsson
Pétur Hafsteinn Stefánsson
Er áhugamaður um að rita um málefni líðandi stundar.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband